Markaveisla á kostnað Selfyssinga

Pepsi-deildar logo 2010 landscape-blatt
Pepsi-deildar logo 2010 landscape-blatt

Það var sannkölluð markaveisla á JÁVERK-vellinum í gær þegar stelpurnar okkar tóku á móti ÍBV í Pepsi-deildinni. Leikurinn fór 3-5 fyrir gestina sem leiddu í hálfleik 1-4.

Raunar komu öll mörk leiksins á 40 mínútna kafla því ÍBV komst yfir á 11. mínútu áður en Magdalena Anna Reimus jafnaði fyrir Selfoss tíu mínútum síðar. Þrjú mörk litu dagsins ljós í upphafi seinni hálfleiks. Eyjameyjar bættu fimmta markinu við eftir mínútuleik en Eva Lind Elíasdóttir minnkaði muninn mínútu síðar. Hún var svo aftur á ferðinni á 52. mínútu þegar hún fiskaði vítaspyrnu sem Magdalena kláraði af miklu öryggi. Fleiri mörk voru ekki skoruð í þessum bráðfjöruga leik.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss er sem fyrr með 9 stig í áttunda sæti deildarinnar einungis þremur stigum frá fallsæti. Næsti leikur liðsins er á útivelli gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í kvöld kl. 19:15.