Mfl. karla með góðan sigur á Þrótti

Selfoss fór í Laugardalshöllina í kvöld og lék gegn heimamönnum í Þrótti. Leikurinn byrjaði rólega og hafði Þróttur undirtökin í byrjun leiksins og komust í 3-2. Það var ekki fyrr en í stöðunni 5-5 sem Selfoss náði tökum á leiknum og náðu í þriggja marka forystu 7-10 og 15 mínútur búnar. Þessi þriggja marka forysta hélt sér næstu 10 mínúturnar. Þá var Selfoss búið að standa vörnina virkilega illa og einungis mjög góðri markvörslu Helga að liðið hélt forystunni. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 12-14. Á þessum tímapunkti vantaði mikið upp á varnarleik Selfyssinga og sóknin álíka slæm.

Það kom þó að því er virtist allt annað Selfoss lið í seinni hálfeikinn eftir góða ræðu frá Arnari þjálfara. Tók liðið snemma tökin í leiknum, bætti í vörnina og fengu mikið af auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum og staðan 14-20 eftir 40 mínúta leik. Áfram hélt liðið að bæta í forystuna og 5 mínútum seinna var staðan 16-26. Á þessum 15 mínúta kafla voru Selfyssingar að vinna 4-12 og greinilegt að vörn og sókn var orðin töluvert betri. Áfram hélt liðið að bæta í og eftir 55 mínúta leik var staðan 18-31 og var Hermann Guðmundsson kominn inn á sinn fyrsta mfl. leik og varði gífurlega vel. Liðið sigldi síðan inn öruggum 16 marka sigri 19-35 og hélt toppsætinu sínu í deildinni ásamt Stjörnunni.

Það var eins og svart og hvítt að sjá liðið spila í kvöld. Eins og fyrri hálfeikur var slæmur þá var sá seinni frábær. Þá gekk allt upp sem lagt var upp með. Vörnin mjög sterk og Helgi og Hermann með frábæra markvörslu. liðið til dæmis tapar einungis 5 boltum er með 44 brotin fríköst og vörnin ver 12 skot. Sem sýnir hversu öflugur varnarleikurinn var. Mjög gaman að sjá tvo nýliða fá sénsinn í kvöld. En bæði Jóhannes Snær og Hermann G stóðu sig með mikilli prýð og vonandi framtíðarleikmenn. Nú hafa sex strákar fengið að þreyta frumraun sína með mfl. sem sýnir öflugt unglingastarf Sefoss. 

Tölfræði

Einar S 8/12, 3 stoðsendingar, 2 fiskaðir boltar, 3 fráköst og 6 brotin fríköst
Atli K 7/8, 7 stoðsendingar, 2 stolnir boltar, 6 varin skot og 11 brotin fríköst
Matthías Örn 3/7, 3 stoðsendingar, 3 tapaðir boltar, 3 varin skot  og 14 brotin fríköst
Einar Pétur 3/3, 2 fráköst og 2 brotin fríköst
Hörður Gunnar 3/4
Jóhannes  Snær 3/4
Jóhann G 2/2
Magnús Már 2/4 og 2 fiskaðir boltar
Gunnar Ingi 2/4 og 3 brotin fríköst
Sverrir P 2/2
Ómar H 1 var, 2 fráköst og 6 brotin fríköst
Jóhann E 1 frákast og 1 brotið fríkast

Helgi varði 25 og fékk á sig 17(60%)
Hemmi varði 4 og fékk á sig 2(67%)

 

SelfossTV viðtöl

Einar viðtal gegn Þrótti

Arnar viðtal gegn Þrótti