MÍ 15-22 | Dagur Fannar sexfaldur Íslandsmeistari

Frjálsar - MÍ 15-22 ára HSK-Selfoss
Frjálsar - MÍ 15-22 ára HSK-Selfoss

Helgina 26.-27. ágúst fór Meistaramót Íslands 15-22 ára fram á Laugardalsvellinum. HSK/Selfoss sendi öflugt 33 manna lið til leiks sem gerði sér lítið fyrir og tók 23 gull, 17 silfur og 17 brons auk þess að vinna báða 15 ára aldursflokkana og verða í öðru sæti á eftir ÍR í heildarstigkeppni félaga. Til samanburðar voru unglingarnir okkar í fjórða sæti í heildarstigakeppni félaga í fyrra þannig að hér er klárlega um framfarir að ræða. Í ár var veður ekki upp á það besta, vindur og rigning með köflum og mikill mótvindur í spretthlaupunum en keppendur létu það ekki á sig fá enda töluvert um bætingar.

Gullverðlaun

Margir keppendur HSK/Selfoss unnu til verðlauna en af öðrum ólöstuðum þá stóð Dagur Fannar Einarsson, Selfossi, sig frábærlega og landaði sex Íslandsmeistaratitlum í flokki 15 ára pilta. Hann hljóp allra pilta hraðast í 100 m hlaupi á 12,50 sek, 200 m hlaupi á 25,25 sek, 300 m hlaupi á 41,08 sek og 300 m grindahlaupi á 43,91 sek, stökk lengst í langstökki með 5,88 m og tók svo gull með félögum sínum í 4x100 m boðhlaupi á 49,31 sek en með honum í sveitinni voru; Hákon Birkir Grétarsson og Jónas Grétarsson báðir í Selfoss og Máni Snær Benediktsson frá Umf. Hrunamanna. Í sama flokki sigraði Tryggvi Þórisson, Selfossi, í kinglukasti með 38,07 m. Viktor Karl Halldórsson, Þór, kastaði lengst 15 ára piltanna í spjótkasti, 51,19 m. Hákon Birkir sigraði stangarstökkið í sama flokki með 2,50 m. Í 3.000 m hlaupinu kom Máni Snær langfyrstur í mark á 9:55,49 mín.

Í 15 ára flokki stúlkna var Hildur Helga Einarsdóttir, Selfossi, atkvæðamikil. Hún sigraði þrjár greinar; kúluvarp með 12,23 m, kringlukast með 32,85 m og spjótkast með 38,83 m. Ingibjörg Hugrún Jóhannesdóttir, Selfossi, kom fyrst í mark í 1.500 m hlaupi í sama flokki á 6:17,64 mín.

Í 16-17 ára flokki pilta tók Stefán Narfi Bjarnason, Þjótánda, þrjá titla; Í kúluvarpi með 12,76 m, sleggjukasti með 30,74 m og spjótkasti með 48,32 m. Ýmir Atlason, Selfossi, stökk allra hæst í stangarstökkinu á góðri bætingu 3,30 m. Helga Margrét Óskarsdóttir, Selfossi, sigraði spjótkastið í sama flokki stúlkna með 37,62 m.

Í 18-19 ára flokki pilta sigraði Róbert Korchai Angeluson, Þór, í spjótkasti með 50,93 m.

Að síðustu tóku elstu stúlkurnar okkar í flokki 20-22 ára þrjá titla: Thelma Björk Einarsdóttir, Selfossi, sigraði tvær greinar; Kúluvarp með 11,17 m og kringlukast með 32,00 m. Þá vann Guðrún Heiða Bjarnadóttir, Selfossi, langstökkið með 5, 33 m.

Silfurverðlaunahafar

Dagur Fannar Einarsson Selfoss í 15 ára flokki pilta: 100 m grindahlaup, hástökk og spjótkast.
Jónas Grétarsson Selfoss í 15 ára flokki pilta: 300 m hlaup og 800 m hlaup.
Tryggvi Þórisson Selfoss í 15 ára flokki pilta: Kúluvarp.
Kolbeinn Loftsson Selfoss í 15 ára flokki pilta: Spjótkast.
Bríet Bragadóttir Selfoss í 15 ára flokki stúlkna: 200 m hlaup og 80 m grindahlaup, þrístökk og 4x100 m boðhlaup.
Lára Björk Pétursdóttir Laugdælum í 15 ára flokki stúlkna: 300 m hlaup, 800 m hlaup og 4x100 m boðhlaup.
Hildur Helga Einarsdóttir Selfoss í 15 ára flokki stúlkna: Sleggjukast og 4x100 m boðhlaup.
Íris Ragnarsdóttir Selfoss í 15 ára flokki stúlkna: 4x100 m boðhlaup.
Anthony Karl Flores Laugdælum í 16-17 ára flokki pilta: 400 m grindahlaup.
Ýmir Atlason Selfoss í 16-17 ára flokki pilta: Spjótkast.
Helga Margrét Óskarsdóttir Selfoss í 16-17 ára flokki stúlkna: Spjótkast.

Bronsverðlaunahafar

Hákon Birkir í 15 ára flokki pilta: 100 m hlaup, 100 m grindahlaup og hástökk.
Dagur Fannar í 15 ára flokki pilta: Þrístökk og 4x400 m boðhlaup.
Kolbeinn í 15 ára flokki pilta: Stangarstökk.
Jónas í 15 ára flokki pilta: 4x400 m boðhlaup.
Bríet í 15 ára flokki stúlkna: Langstökk.
Unnur María Ingvarsdóttir Selfoss í 15 ára flokki stúlkna: kringlukast.
Stefán Narfi í 16-17 ára flokki pilta: 4x100 m boðhlaup.
Ýmir í 16-17 ára flokki pilta: 4x100 m boðhlaup.
Brynjar Jón Brynjarsson Þjótandi í 16-17 ára flokki pilta: 4x100 m boðhlaup.
Gestur Gunnarsson Umf. Gnúpverja í 16-17 ára flokki pilta: 4x100 m boðhlaup.
Ragnheiður Guðjónsdóttir Umf. Hrunamanna í 16-17 ára flokki stúlkna: Sleggjukast.
Bjarki Óskarsson Þór í flokki 18-19 ára pilta. Stangarstökk, 4x100 m og 4x400 m boðhlaup.
Róbert Korchai Þór í flokki 18-19 ára pilta. Þrístökk og 4x100  m boðhlaup.
Jamison Ólafur Johnson Þór í flokki 18-19 ára pilta: Spjótkast,  4x100 m og 4x400 m boðhlaup.
Ástþór Jón Tryggvason Selfoss í flokki 18-19 ára pilta: 400 m hlaup og 4x100 m boðhlaup.
Thelma Björk í flokki 20-22 ára flokki stúlkna: Sleggjukast.

---

Á mynd með frétt er lið HSK/Selfoss sem varð í öðru sæti í stigakeppni mótsins.
Á myndum fyrir neðan eru Íslandsmeistarar pilta og stúlkna í flokki 15 ára.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Ólafur Guðmundsson