Mikið fjör á Nettómótinu

netto-slogan
netto-slogan

Nettómótið var haldið um helgina í íþróttahúsinu  Iðu á Selfossi. Þetta er í fjórða sinn sem mótið er haldið en í ár tóku rúmlega 150 krakkar þátt á mótinu.

Það voru 16 lið sem kepptu frá sex félögum en það voru Afturelding, Björk, Gerpla, Rán, Stokkseyri og heimaliðið Selfoss. Mótið er ætlað þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppni í hópfimleikum.

Mótið gekk vel fyrir sig og keppendur stóðu sig vel, allir fóru glaðir heim með verðlaun fyrir sitt besta áhald, buff og íspinna en Nettó sá um að verðlauna þátttakendur.

Fimleikadeild Selfoss þakkar öllum þeim sem komu að mótinu kærlega fyrir aðstoðina og Nettó á Selfossi fyrir góðan stuðning.

Það var Inga Heiða Heimisdóttir sem tók myndirnar en fleiri myndir sem hún tók á Nettómótinu má finna á Selfoss fimleikamyndir á fésbókinni. Þar er jafnframt hægt að panta myndirnar í prentgæðum en allur ágóði af sölu myndanna rennur í fræðslusjóð fimleikadeildarinnar.

fimleikar-nettomotid-2017-9 fimleikar-nettomotid-2017-8 fimleikar-nettomotid-2017-7 fimleikar-nettomotid-2017-6 fimleikar-nettomotid-2017-5 fimleikar-nettomotid-2017-4 fimleikar-nettomotid-2017-3 fimleikar-nettomotid-2017-2 fimleikar-nettomotid-2017-1