Selfoss 1 og 2 á Mótaröð
Þriðja og síðasta mótaröð tímabilsins fór fram fimmtudaginn 22. maí.
Þangað mættu 13 lið til keppni en á mótaröð safna liðin stigum yfir 3 mót og á síðata mótinu er tilkynnt hver er mótaraðameistarinn.
Selfoss nýtti þetta mót til þess að gera mikið af nýjum stökkum og keyra á hærri erfiðleika en mótið er í mýkri lendingu en hefðbundin mót.
Liðin gerðu gott mót, þrátt fyrir einhverja hnökra sem er eðlilegt þegar verið er að keyra á nýjan erfiðleika og verið að taka aðeins meiri sénsa en á hefðbundnum mótum.
Margir persónulegir sigrar voru unnir og var áberandi hvað stelpurnar höfðu gaman af því að vera á keppnisgólfinu og hvað þær nutu sín vel - samheldinn hópur og miklar fyrirmyndir.
Við erum ánægð og stolt af stelpunum sem voru í 1. og 5. sæti á þessu móti og söfnuðu helling af reynslu í bankann sem mun nýtast vel á næsta keppnisvetri.
Nú er keppnistímabilinu lokið hjá þeim og þær spenntar að skipta um gír og fara að æfa fleiri ný stökk og undirbúa sig fyrir æfingabúðir í Danmörku í ágúst.
Úrslitin má finna hér: https://live.sporteventsystems.se/Score/WebScore/3327?country=isl&year=-1
Fimleikadeild Selfoss er í samstarfi við Íslandsbanka, Hótel Geysi, HSH þrif og flutninga og Bílverk BÁ.