Nettómótið í hópfimleikum

Netto-slogan
Netto-slogan

Fimleikadeild Selfoss heldur byrjendamót í hópfimleikum laugardaginn 14. mars 2015. Mótið verður haldið í íþróttahúsinu Baulu sem er íþróttahús Sunnulækjarskóla á Selfossi.

Keppt verður eftir 5. flokks reglum FSÍ með öllum þeim undanþágum sem þar eru teknar fram sem og meira til. Sjá nánari útskýringar hér fyrir neðan.

Aldurstakmark þátttakenda eru börn fædd 2008 og fyrr. Skipt verður í aldursflokka eftir skráningu. Allir munu fá viðurkenningu fyrir þátttökuna, það er veitt verða verðlaun fyrir besta áhaldið hjá hverju liði fyrir sig.

Þátttökugjald er kr. 1.500. Innifalið í því er verðlaunapeningur, buff og íspinni. Hvert félag sem skráir lið til keppni sendir einn dómara eða greiðir kr. 5.000 í dómaragjald til okkar og þá finnum við dómara og greiðum þeim laun.

Skráningarfrestur er 5. mars á netfangið fimleikarselfoss@simnet.is.

Nánari upplýsingar veitir Olga Bjarnadóttir á sama netfang.

Hlökkum til að sjá ykkur á Selfossi!

 


Reglur

Notaðar eru reglur CoP  með eftirfarandi undanþágum:

Almennt

Búningar:

 • Klæðnaður á ekki að hamla dómgæslu eða öryggi keppenda, þ.e. ekki of víður og stór. Leyfilegt er að vera í buxum og bol. Að öðru leyti gilda reglur um búninga skv. Code of Points.
 • 14 í liði, 14 mega keppa á hverju áhaldi.

 

Gólf

 • Gólfæfingin má vera 1:00 – 2:30  mínútur að lengd án þess að til frádráttar komi.
 • Liðin fá erfiðleikagildi fyrir 1 bylgju, 1 píróett, 2 hopp, 1 jafnvægi og 1 acro móment (Má vera kollhnís– 0,05).
 • Ekki þarf að framkvæma samtengingu.
 • Framkvæma þarf 1 bogadregið munstur, 1 stórt og  1 lítið munstur.
 • Stórt munstur miðast við 8 renninga – Dansgólfið verður 9 renningar á mótinu.

 

Dýna

 • 14 keppendur mega vera í öllum umferðum á dýnu.
 • Liðið framkvæmir tvær umferðir.
 • Hver einstaklingur má vera í annarri hvorri umferð eða báðum.
 • Það má vera stígandi í báðum umferðum (það þurfa ekki allir að gera eins í 1.umferð).
 • Leyfilegt að gera einungis kraftstökk til að uppfylla framumferð.
 • Leyfilegt er að gera kraftstökk með sundur fætur, kraftstökk með saman fætur án þess að fá frádrátt fyrir tvær eins æfingar.
 • Leyfilegt er að gera tvö moment fram til að uppfylla framumferð og tvö moment afturábak til að uppfylla afturábak umferð.
 • Dæmi um fram: kollhnís – handahlaup,
 • Dæmi um aftur: Handahlaup - arabastökk.
 • Leyfilegt er að gera araba flikk flikk án þess að fá frádrátt fyrir tvær eins æfingar.
 • Ekki er leyfilegt að gera araba heljar, þá þarf að gera araba flikk heljar.
 • Snúningsáttir – kröfur. Engar kröfur eru gerðar um snúningsáttir.

 

Tramp

 • Allir 14 keppendur mega vera í öllum umferðum á trampolíni.
 • Liðið framkvæmir tvær umferðir , tvær á trampólíni, tvær á hesti eða eina af hvoru.
 • Hver einstaklingur má vera í annarri hvorri umferð eða báðum.
 • Það má vera stígandi í báðum umferðum (það þurfa ekki allir að gera eins í 1.umferð).
 • Frjáls hæð á hesti.
 • Leyfilegt er að hafa stökkbretti fyrir fram trampolín.
 • Snúningsáttir – kröfur. Engar kröfur eru gerðar um snúningsáttir.
 • Engar kröfur um tvöföld heljarstökk.