ÓB-mótið hefst á morgun

ÓB-mótið samningur
ÓB-mótið samningur

Flautað verður til leiks í fyrstu leikjum á ÓB-mótinu 2016 klukkan 14.00 á morgun, þá verður spilað hraðmót til að getuskipta liðunum fyrir riðlakeppnina sem fer fram á laugardag og sunnudag.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á nýrri heimasíðu mótsins www.obmotid.is. sem og á fésbókarsíðu mótsins ÓB-mótið á Selfossi.

Samningur um ÓB-mótið

Í seinustu viku var handsalaður nýr þriggja ára samningur milli knattspyrnudeildar Selfoss og ÓB um Meistaradeildina á Selfossi. Um er að ræða framhald á afar farsælu samstarfi sem staðið hefur frá árinu 2005 með þeirri breytingu einni að framvegis mun mótið heita ÓB-mótið á Selfossi.

---

Það voru Sveinbjörn Másson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Selfoss og Hörður Reynisson útibússtjóri Olís á Suðurlandi sem handsöluðu samninginn á iðagrænum JÁVERK-vellinum.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson