Öflugt starf yngri flokka

handbolti-5-fl-kk-eldra-ar
handbolti-5-fl-kk-eldra-ar

Nú er handboltavertíðin hjá yngri flokkum komin á fullt og allir flokkar hafa leikið sína fyrstu leiki á Íslandsmótinu. Það er óhætt að segja að starfið farið vel af stað og allir flokkar búnir að standa sig vel það sem af er.

Sérstaka athygli vekur árangur strákaliða Selfoss í árgöngum 2001, 2003 og 2006 þar sem þeir eru efstir á Íslandsmótinu í dag. Tveir fyrrnefndu árgangarnir urðu Íslandsmeistarar í vor en nú er að bætast í þann hóp mjög öflugur árgangur leikmanna fæddir 2006.

Yngri flokka starfið á Selfossi hefur verið til umræðu vegna góðs gengis meistaraflokka félagsins en bæði karla- og kvennaliðið eru að langstærstum hluta skipuð leikmönnum sem komu upp í gegnum öflugt yngri flokkastarf.

Á myndinni sem fylgir fréttinni er A-lið stráka í 5. flokki eldri (árgangur 2003) sem kepptu í Vestmannaeyjum um helgina. Selfoss vann efstu deildina afar sannfærandi með fjórum sigurleikjum sem allir unnust með á bilinu 5-11 marka mun. Liðið gerði 80 mörk í leikjunum fjórum og lék frábæra vörn.

Þá eru einnig myndir hér fyrir neðan af yngri aldurshópum en foreldrar voru duglegir að senda okkur myndir frá mótum helgarinnar.

handbolti-7-fl-kvk handbolti-7-fl-kk-eldra-ar-8 handbolti-7-fl-kk-eldra-ar-3 handbolti-7-fl-kk-eldra-ar-2 handbolti-7-fl-kk-eldra-ar-1 handbolti-6-fl-kvk