Olísdagurinn 2021 

IMG_6225
IMG_6225

Knattspyrnudeild Selfoss hélt á dögunum Olísdaginn hátíðlegan á JÁVERK-vellinum.

Leikmenn 5. Flokks karla gerðu sér glaðan dag, æfðu vel og skemmtu sér konunglega með þjálfurum og gestaþjálfurum á frábæru vallarsvæði okkar selfyssinga. Olís er einn af aðal styrktaraðlinum knattspyrnudeildar Selfoss og var svæðið klætt upp í Olísmótslitina eins og venjan er þessa helgi. Ásamt góðum æfingum eyddu strákarnir deginum saman, fengu góða næringu, slökuðu á í sundi, horfðu á mynd í Bíóhúsinu og enduðu svo daginn á grillveislu og verðlaunaafhendingu. Líkt og í fyrra var Olísmótið því miður fellt niður vegna gildandi samkomutakmarkanna, en ógerlegt hefði verið að halda mótið í þeirri mynd sem það hefur verið síðustu ár.

Mótið í ár hefði verið það 16. í röðinni og hefur Olís staðið þétt við bakið á knattspyrnudeildinni síðan 2005 og vonum við að sú samvinna haldi áfram um ókomin ár.