Öll íslensku liðin í úrslitum EM

2014teamgym
2014teamgym

Öll landslið Íslands sem keppa á Evrópumótinu í hópfimleikum í Laugardalshöll eru komin áfram í úrslit.

Unglingaliðin keppa til úrslita í dag. Blandaða liðið, sem inniheldur fimm Selfyssinga, varð í öðru sæti í undanúrslitum 1,525 stigum á eftir Dönum. Drengjaliðið endaði í fjórða sæti af fjórum liðum og kvennaliðið lauk keppni í þriðja sæti á eftir Dönum og Svíum.

Í flokki fullorðinna verður keppt til úrslita á morgun. Ísland lauk keppni í fjórða sæti og komst örugglega áfram í úrslit í flokki blandaðra liða en þar eiga Selfyssingar tvo fulltrúa. Þá tryggði íslenska kvennaliðið, sem einnig innheldur tvo Selfyssinga, sér örugglega sæti í úrslitum með glæsilegri frammistöðu en þær urðu hársbreidd á eftir Svíum.

Hægt er að skoða allar einkunnir og dagskrá EM á heimasíðu mótsins en það eru úrslitin birt jafnóðum.

Einnig verða myndir og fréttir af gengi liðanna færð inn jafnóðum á fésbókarsíðu mótsins og fésbókarsíðu fimleikasambandsins.