Ólukka á Ólafsfirði

KSI_Logo_BlueRed_2020
KSI_Logo_BlueRed_2020

Selfyssingar urðu af mikilvægum stigum þegar þeir töpuðu fyrir KF á Ólafsfirði í 2. deildinni í gær.

Heimamenn leiddu 1-0 í hálfleik en Ingvi Rafn Óskarsson jafnaði metin fyrir Selfoss um miðjan síðari hálfleik. Það voru heimamenn sem stálu sigrinum þegar þeir skoruðu á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Selfyssingar eru í 5. sæti deildarinnar með 13 stig og eiga næst leik á heimavelli gegn ÍR þann 4. ágúst.