Öruggur sigur á Gróttu

Einar Sverrisson
Einar Sverrisson

Karlalið Selfoss sigraði Gróttu örugglega, 38-24 í Olísdeild karla í gær. Leikurinn varð aldrei spennandi og var hálf skrítinn á köflum.

Selfyssingar náðu fljótt yfirhöndina á leiknum og Gróttumenn sáu aldrei til sólar, staðan var 21-11 í hálfleik. Selfyssingar héldu áfram í seinni hálfleik þrátt fyrir að gæði leiksins fóru dvínandi og bæði lið gerðu sig sek um mörg mistök. Lokatölur urðu 38-24 fyrir Selfoss.

Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 10, Elvar Örn Jónsson 6. 1richard Sæþór Sigurðsson 5, Árni Steinn Steinþórsson 5, Teitur Örn Einarsson 4, Guðjón Baldur Ómarsson 3, Tryggvi Þórisson 2, Sverrir Pálsson 2, Haukur Páll Hallgrímsson 1.

Varin skot: Sölvi Ólafsson 17/1 (42%).

Selfoss situr enn í 3.sæti deildarinnar, jafnt ÍBV stigum, sem situr í 2.sætir eftir sigur á FH í gær. Næsti leikur er einmitt gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á miðvikudagskvöldið kl 18:30.

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Mbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má nálgast hér.

 

____________________________________________

Mynd: Einar Sverrisson var markahæstur í kvöld með 10 mörk

Umf. Selfoss / Jóhannes Á. Eiríksson.