Öruggur sigur í fyrsta leik

Haukur og Teitur
Haukur og Teitur

Selfoss vann öruggan sigur á Stjörnunni, 33-25 í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Selfyssingar voru með yfirhöndina allan leikinn og leiddu í hálfleik með fimm mörkum, 15-10. Sömu sögu var að segja í seinni hálfleik og urðu lokatölur 33-25.

Mörk Selfoss: Teitur Örn Einarsson 8, Árni Steinn Steinþórsson 7, Hergeir Grímsson 5, Elvar Örn Jónsson 4, Atli Ævar Ingólfsson 3, Richard Sæþór Sigurðsson 2, Einar Sverrisson 2, Haukur Þrastarson 1, Guðjón Baldur Ómarsson 1.

Varin skot: Sölvi Ólafsson 11 (35%) og Helgi Hlynsson 5 (50%) 

Næsti leikur hjá strákunum verður á mánudagskvöldið í TM höllinni í Garðabæ kl 19:30. Með sigri þar geta strákarnir tryggt sér sæti í undanúrslitum.

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Mbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má nálgast hér.

____________________________________________

Mynd: Haukur Þrastarson og Teitur Örn Einarsson voru kátir eftir leik

Umf. Selfoss / Birgir Örn