Ósigur á Ásvöllum

Olís-deildin-logo-1
Olís-deildin-logo-1

Þrátt fyrir ágætis baráttu á köflum tapaði Selfoss stórt fyrir Haukum í Olís-deild karla í handbolta á föstudag þegar liðin mættust á Ásvöllum. Lokatölur urðu 35-25.

Heimamenn leiddu í hálfleik 16-11 og bættu um betur í þeim síðari þannig að lokum skildu tíu mörk liðin að, 35-25.

Elvar Örn Jónsson var markahæstur Selfyssinga með 6/1 mörk, Teitur Örn Einarsson skoraði 5/4, Einar Sverrisson 5, Hergeir Grímsson og Sverrir Pálsson 3, Guðni Ingvarsson 2 og Alexander Egan 1. Helgi Hlynsson varði 6 skot í marki Selfoss og Alexander Hrafnkelsson 1.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss er áfram í 6. sæti deildarinnar með 17 stig.