Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði

Ungmennafélag Íslands stendur fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði í níunda sinn. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er EKKI BARA FRAMTÍÐIN – UNGT FÓLK, LEIÐTOGAR NÚTÍMANS. Ráðstefnan fer fram dagana 5.-7. apríl nk. á Hótel Laugabakka í Miðfirði.

Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Fjöldi þátttakanda er takmarkaður við 80 manns eða tvo þátttakendur frá hverju ungmennaráði auk starfsmanns ef vill. Þátttakendum yngri en 18 ára þarf að fylgja fullorðinn einstaklingur. Þátttökugjald er kr. 15.000 á hvern einstakling. Innifalið eru ferðir, uppihald og ráðstefnugögn.

Ungmennaráð UMFÍ sér um framkvæmd og skipulag ráðstefnunnar.

Skráningarfrestur er til 17. mars

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda línu á netfangið ungmennarad@umfi.is eða sabina@umfi.is eða ragnheidur@umfi.is.