Ragnarsmótið hafið

stebbi og Grímur
stebbi og Grímur

Ragnarsmótið hófst í kvöld með tveimur leikjum.  Í þeim fyrri mættu heimamenn liði Hauka og í þeim seinni mættust Valur og Fram.

Fyrir fyrsta leik gengu leikmenn meistaraflokks Selfoss ásamt þjálfurum að leiði Ragnars Hjálmtýssonar og lögðu blóm að því ásamt móður Ragnars, Elínborgu Ásmundardóttur.

Selfyssingar áttu nokkuð góðan leik og þeir mörgu áhorfendur sem mættu urðu líklega ekki fyrir teljandi vonbrigðum þrátt fyrir sjö marka tap fyrir margföldum Íslandsmeisturum enda ljóst að mikið býr í liðinu, lokatölur 23-30.

Markaskorun hjá Selfoss: Sverrir Pálsson 6, Teitur Einarsson 4, Andri Már Sveinsson 3, Árni Geir Hilmarsson 2, Guðjón Ágústsson 2, Árni Guðmundsson 2, Hergeir Grímsson 2, Jóhann Erlingsson 1 og Örn Þrastarsson 1.

Í seinni leik dagsins hafði Valur síðan sigur á Fram 27-23.

Mótinu verður framhaldið á föstudaginn en þá mætast Haukar og Valur kl 18:30 og í seinni leik dagsins mæta heimamenn Fram kl 20:00.

MM