Samæfing fyrir Landsmót UMFÍ á Selfossvelli

IMG_1918
IMG_1918

Síðasta samæfing frjálsíþróttafólks á HSK svæðinu vegna Landsmótsins var haldin á Selfossvelli miðvikudagskvöldið 26. júní.  Þjálfararnir Ólafur Guðmundsson, Erlingur Jóhannsson, Stefán Jóhannsson og Kári Jónsson leiðbeindu íþróttafólkinu á síðustu metrunum fyrir Landsmótið. Æfingin var mjög vel sótt og góður andi ríkjandi. HSK sendir sitt sterkasta lið til keppninnar og verður spennandi að fylgjast með okkar fólki á heimavelli á Landsmóti UMFÍ.