Sannfærandi sigrar strákanna

6. fl. kk. handbolti
6. fl. kk. handbolti

Strákarnir á yngra ári í 5. flokki (f. 2001) kepptu um helgina á Íslandsmótinu í handbolta. Þeir héldu uppteknum hætti frá síðustu mótum og sigruðu alla sína leiki nokkuð örugglega. Strákarnir eru efstir á Íslandsmótinu en þeir eru ennfremur ríkjandi Íslandsmeistarar. Glæsilegur árangur hjá þeim.

Strákarnir í 6. flokki kepptu einnig um helgina og stóðu sig mjög vel. Selfoss 1 hafnaði í öðru sæti í efstu deild, Selfoss 2 endaði í þriðja sæti í 2. deild og Selfoss 3 krækti í þriðja sæti í 3. deild. Liðin sýndu oftar en ekki flotta takta á vellinum. Efnilegir strákar og framtíðarleikmenn þar á ferð.

 

Sigursælir strákar í 5. og 6. flokki.

Á efri myndinni eru strákarnir í 6. flokki. F.v. Teitur Örn, Aron Fannar, Elvar Elí, Jón Vignir, Aron Darri, Guðmundur, Reynir Freyr og Eyþór á myndina vantar Jón Þórarinn.

Á neðri myndinni eru strákarnir í 5. flokki. Efri röð frá vinstri : Fannar Ársælsson, Aron Emil Gunnarsson, Haukur Þrastarson, Þorsteinn Gunnarsson, Sölvi Svavarsson og Örn Þrastarson þjálfari. Neðri röð frá vinstri : Valdimar Jóhansson, Haukur Páll Hallgrímsson, Alexander Hrafnkelsson, Martin Bjarni Guðmundsson.

5. fl. kk. handbolti