Sanngjarn sigur á Skaganum

Guðmunda Brynja - vefur
Guðmunda Brynja - vefur

Selfoss vann sanngjarnan sigur á Skagastelpum í gríðarlega erfiðum leik á Akranesi í Pepsi-deildinni í gær.

Skagaliðið spilaði þéttan varnarleik sem Selfyssingar áttu í mestu erfiðleikum með að brjóta á bak aftur og var staðan í hálfleik markalaus. Í upphafi síðari hálfleiks kom eina mark leiksins þegar fyrirliðinn Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði af öryggi úr vítaspyrna sem réttilega var dæmd eftir að leikmaður ÍA fékk boltann í höndina eftir skot frá Gummu.

Sanngjarn en torsóttur sigur í höfn og Selfoss er í fjórða sæti deildarinnar að loknum 13 umferðum með 23 stig. Næsti leikur liðsins er á JÁVERK-vellinum á Selfossi þriðjudaginn 26. ágúst kl. 18:00.