Selfoss HSK-meistarar í handbolta

hsk_rgb
hsk_rgb

HSK-mótið í handbolta fór fram í íþróttahúsi Vallaskóla í gær. Var þetta í sjötta skipti sem mótið er haldið eftir að það var endurvakið 2007. Fjögur lið tóku þátt í mótinu að þessu sinni en það voru Árborg, tvö lið frá Selfossi og sameiginlegt lið Baldurs og Gnúpverja. Svo fór að Selfoss 1 sigraði mótið með fullt hús stiga eða 6 stig. Árborg og lið Baldurs og Gnúpverja hlutu 3 stig hvort. Árborg varð í öðru sæti með hagstæðara markahlutfall. Selfoss 2 rak svo lestina án stiga.

Úrslit leikja í HSK-mótinu 2012:

Árborg - Baldur/Gnúpverjar 7:7
Selfoss 1 - Selfoss 2 13:11
Selfoss 1 - Árborg 15:14
Selfoss 2 -  Baldur/Gnúpverjar   9:19
Selfoss 2 - Árborg 9:19
Baldur/Gnúpverjar   - Selfoss 1 12:13

Lokastaða:

  L U J T Mörk Net Stig
Selfoss 1 3 3 0 0 41:37 +4 6
Árborg 3 1 1 1 40:31 +9 3
Baldur/Gnúpverjar   3 1 1 1 38:29 +9 3
Selfoss 2 3 0 0 0 29:51 -22 0