Selfoss Íslandsmeistarar innanhúss

Knattspyrna Íslandsmeistarar
Knattspyrna Íslandsmeistarar

Stelpurnar í meistaraflokki Selfoss urðu um helgina Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu. Þær léku til úrslita við lið Álftanes í Laugardalshöllinni og höfðu sigur 7-4 eftir að hafa leitt í hálfleik 4-3.

Útslitaleikurinn var sveiflukenndur en vannst að lokum nokkuð örugglega. Selfoss komst í 2-0 en Álftanes jafnaði leikinn. Selfoss komst aftur yfir 4-2 og aftur jafnaði Álftanes. Selfyssingar skoruðu svo þrjú síðustu mörk leiksins og unnu að lokum 7-4 sigur. Eva Lind Elíasdóttir skoraði tvö marka Selfoss og Erna Guðjónsdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir, Íris Sverrisdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir skoruðu eitt mark hver en síðasta markið var sjálfsmark.

Þetta er fyrsti meistaratitill Selfoss í knattspyrnu í meistaraflokki. Frábært hjá stelpunum okkar og góð byrjun á góðu ári.

Í sögulegu samhengi má geta þess að 3. flokkur karla (árgangar 1990 og 1991) varð Íslandsmeistari innanhúss veturinn 2005-06 en þá var að vísu ekki spilað eftir Futsal-reglum.

Myndband af öllum mörkum úr leiknum og viðtal við Gunnar Rafn Borgþórsson má finna á vefnum Fótbolti.net.

---

Guðmunda Brynja Óladóttir (fremst) fór fyrir fyrsta sigurliði Selfyssinga á Íslandsmóti. Fyrir aftan hana eru f.v. Karen Inga Bergsdóttir, Katrín Ýr Friðgeirsdóttir, Friðný Fjóla Jónsdótti, Magdalena Anna Reimus og Erna Guðjónsdóttir. Aftast f.v. eru Írena Björk Gestsdóttir, Íris Sverrisdóttir, Eva Lind Elíasdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir, Brynja Valgeirsdóttir, Unnur Dóra Bergsdóttir og Gunnar Rafn Borgþórsson þjálfari.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/GJ