Selfoss komið í 8 liða úrslit

Selfoss
Selfoss

Selfoss er komið í átta liða úrslit í Coca cola bikarnum eftir stórsigur á Gróttu í kvöld. Fyrstu korterið var leikurinn jafn og komst Grótta t.d. í 7-5 sem Selfoss jafnaði svo í 7-7. Þá tók við góður kafli hjá Selfoss sem jók muninn jafnt og þétt og var munurinn mestur sex mörk í fyrri hálfleik í stöðunni 9-15. Gróttumenn bitu frá sér undir lok fyrri hálfleiks og skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins en í leikhléi var staðan 12-15. Seinni hálfleik hófu strákarnir í Selfoss af krafti og juku jafnt og þétt muninn og endaði leikurinn með ellefu marka sigri 16-27. Selfoss vann seinni hálfleikinn því 4-12 og má segja að Gróttu menn hafi aldrei séð til sólar gegn sterkri vörn Selfyssinga en þetta var fyrst og síðast varnarsigur. Leikmenn Selfoss voru allir skila sínu en þetta er sennilega besti leikur liðsins í vetur, spiluðu flotta vörn sem andstæðingurinn átti engin svör við. Í fyrri hálfleik var Einar að mestu tekin úr umferð og í hluta af síðari hálfleik voru hann og Atli báðir teknir úr umferð. Þetta kom ekki að sök þar sem nóg var af sprækum leikmönnum til að skora. Sebastian stóð sig vel í markinu í fyrri hálfleik en Sverrir átti góða innkomu í þeim seinni og varði vel.

Atli Kristinsson og Ómar Ingi voru markahæsttir í leiknum með sex mörk hvor en gaman er að sjá hvað Atli hefur átt flotta innkomu eftir meiðsli.

Atli – 6 mörk
Ómar Ingi – 6 mörk
Sverrir Pálss. – 4 mörk
Hörður Másson – 3 mörk
Einar Sverrisson – 3 mörk
Jóhannes Snær – 2 mörk
Elvar Örn – 2 mörk
Eyvindur Hranna – 1 mark

Meðfylgjandi mynd tók Eyjólfur Garðarson fyrir Sport.is þar sem finna má fleiri myndir.