Selfoss komst í umspilið!

Selfyssingar lögðu Víkinga á útivelli á föstudaginn síðastliðinn, 25-29, eftir að hafa yfir 9-16 í leikhléi, og tryggðu sér þar með sæti í umspili um laust sæti í N1 deildinni. Okkar menn höfðu ávallt stjórnina í leiknum og komust mest átta mörkum yfir. Varnarleikur liðsins var góður og Víkingar höfðu aðeins skorað 16 mörk er um 13 mínútur voru eftir. Selfyssingar voru oft einum og jafnvel tveimur færri í síðari hálfleik og náðu Víkingar að nýta sér það ágætlega. En okkar menn stóðust áhlaup heimamanna og uppskáru sanngjarnan sigur.

Selfyssingar mæta Aftureldingu í umspilinu sem hefst 19. apríl en sá dagur er einmitt sumardagurinn fyrsti.

Guðni Ingvarsson átti góðan í liði Selfoss og var markahæstur með 8 mörk, Atli Kristinsson og Hörður Gunnar Bjarnason skoruðu 6 mörk hvor, Janus Daði Smárason 3, Matthías Halldórsson 2, Gunnar Ingi Jónsson 2 og þeir Ómar Helgason og Andri Hallsson skoruðu eitt mark hvor. 

Helgi Hlynsson varði 17/1 skot, þar af 15 í fyrri hálfleik og Sverrir Andrésson varði 4. Helgi fékk á sig 19 mörk og Sverrir sex.