Selfoss lagði ÍR í síðasta leik - Haukar Ragnarsmótsmeistarar

Tinna Sigurrós Traustadóttir
Tinna Sigurrós Traustadóttir

Selfoss lagði ÍR með 8 mörkum í seinasta leik Ragnarsmóts kvenna, 32-24. Selfyssingar voru sterkari aðilinn frá fyrstu sekúndu og komust fljótt í 4-0. Selfoss jók forystuna hægt og rólega og var hún orðin sex mörk undir miðjan fyrri hálfleik. Heimastúlkur leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 17-13. ÍR fann engin svör við sterku liði Selfoss og leiknum lauk með átta marka sigri Selfoss, 32-24.

Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 13, Lara Zidek 6, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 5, Emilía Ýr Kjartansdóttir 3, Ivana Raickovic 2, Ragnheiður Grímsdóttir 1, Hafdís Alda Hafdal 1, Katla Björg Ómarsdóttir.

Varin skot: Henriette Östergaard 17 (41%)

Mörk ÍR: Ólöf Hlynsdóttir 6, Guðrún Maryam 4, Karólína Sigurlaugar 4, Hildur Andrésdóttir 2, Stefanía Hafberg 2, Jóhanna Viktorsdóttir 1, Margrét Valdimarsdóttir 1, Birta Haraldsdóttir 1, Fanney Finnsdóttir 1, Sylvía Jónsdóttir 1, Auður Pálsdóttir 1.

 

Varin skot: Agnes Jónsdóttir 13 (29%).

 

Úrslit Ragnarsmóts kvenna liggja því fyrir

 

1. sæti: Haukar, 6 stig

2. sæti: Selfoss, 4 stig

3. sæti: Fjölnir/Fylkir, 1 stig

4. sæti: ÍR, 1 stig

 

Markahæst: Tinna Sigurrós Traustadóttir - 35 mörk (Selfoss)

Markmaður mótsins: Ísabella Schöbel (ÍR)

Varnarmaður mótsins: Sara Odden (Haukar)

Sóknarmaður mótsins: Lara Zidek (Selfoss)

Besti leikmaðurinn: Tinna Sigurrós Traustadóttir (Selfoss)


Mynd: Tinna Sigurrós Traustadóttir var langmarkahæst á mótinu með 35 mörk.
Umf. Selfoss / ÞRÁ