Selfoss með góðan sigur á Fylki

Í kvöld kíkti Selfoss í heimsókn í Árbæinn og lék við heimamenn í Fylki. Fyrri viðureign liðanna endaði með öruggum sigri Selfoss 29-14. Leikurinn byrjaði afskaplega rólega og tók Selfoss snemma forystuna 3-5 eftir tíu mínútur. Vörn Selfoss hélt vel í fyrri hálfeik, en oft á tíðum voru sóknirnar illa hugsaðar og of fljótar. Selfoss hélt þó Fylki alltaf frá sér og eftir 20 mínúta leik var staðan 5-10. Strákarnir bættu aðeins í forskotið og staðan 9-15 í hálfleik.

Liðið byrjaði síðari hálfeikinn á fínum krafti og staðan 11-18 eftir 35 mínútur. Á þessum tímapunkti komu nokkuð af þæginlegum hraðaupphlaups mörkum og staðan 14-23 og 40 mínútur. En þá hættu menn að spila það sem upp var lagt með og fóru á sama plan og Fylkis liðið. Þeir nýttu sér það vel og minkuðu muninn í 18-24. Lengra komst Fylkir ekki og bættu strákarnir örlítið í og náðu 9 marka foyrstu 22-31 og 5 mínútur eftir. Selfoss kláraði svo leikinn ágætlega og náði 25-35 sigri.

Selfoss hefur oft átt betri daga. Í fyrri hálfeik var vörnin hin fínasta, en sókin hinsvegar slök og hæg. En í þeim síðari bætti liðið aðeins í sókina og sérstaklega auðveldu mörkin úr hraðaupphlaupunum. En þá spilaði liðið frekar slaka vörn og nánast engin markvarsla í síðari hálfleik.

Ljósmynd: sunnlenska.is/Guðmundur Karl.

Tölfræði:

Einar S 10/15, 3 stoðsendingar, 3 tapaðir boltar , 3 fiskaðir boltar og 4 brotin fríköst
Einar Pétur 6/10 og 2 brotin fríköst
Hörður B 6/7 og 3 fráköst
Ómar H 2/2, 2 fráköst og 7 brotin fríköst
Hörður M 2/4, 2 stoðsendingar og 8 brotin fríköst
Árni Geir 2/4 og 2 brotin fríköst
Matthías Örn 2/5, 7 stoðsendingar, 3 tapaðir boltar, 2 varin skot og 7 brotin fríköst
Jóhann G 2/2, 3 stoðsendingar
Gunnar Ingi 1/2, 2 stoðsendingar, 2 fráköst og 2 brotin fríköst
Magnús Már 1/1 og 3 tapaðir boltar
Jóhann E 1/1 og 1 stolinn bolti
Sverrir P 1 stoðsending og 1 brotið fríkast

Markvarsla:

Helgi varði 11 og fékk á sig 11(50%)
Sverrir varði 3 og fékk á sig 14(18%)

Næsti leikur strákanna er stórleikur í 16-liða úrslitum Símabikars Karla gegn Val á mánudaginn klukkan 19:30. Kjörið tækifæri til að sjá strákanna spreyta sig gegn N1-deildar liði Vals.