Selfoss og Haukar með sigra í tvíhleypu

DSC05032
DSC05032

Strákarnir sigruðu Hauka í fyrri leik kvöldsins með tveimur mörkum, 34-32. Selfyssingar leiddu í byrjun leiks og náðu fljótt tveggja marka forskoti. Þeir juku síðan forystuna í fjögur mörk og þannig stóðu leikar í hálfleik, 20-16. Selfoss hélt svipaðri fjarlægð framan af seinni hálfleik en Haukar söxuðu á forskotið og náðu að jafna leikinn í 28-28. Selfyssingar voru seigari undir lokin og sigruðu að lokum með tveimur mörkum, 34-32.

Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 8, Atli Ævar Ingólfsson 7, Guðmundur Hólmar Helgason 5, Guðjón Baldur Ómarsson 3, Ísak Gústafsson 3, Daníel Karl Gunnarsson 2, Tryggvi Þórisson 2, Hergeir Grímsson 2, Alexander Hrafnkelsson 1, Arnór Logi Hákonarson 1.

Varin skot: Vilius Rasimas 7 (30%) og Alexander Hrafnkelsson 4 (20%)

Mörk Hauka: Orri Freyr Þorkelsson 7, Tjörvi Þorgeirsson 5, Kristófer Máni Jónasson 4, Adam Haukur Baumruk 4, Geir Guðmundsson 3, Heimir Óli Heimisson 2, Jón Karl Einarsson 2, Þráinn Orri Jónsson 2, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Atli Már Báruson 1.

Varin skot: Björgvin Páll Gústafsson 4 (17%) og Andri Sigmarsson Scheving 3 (18%).

Stelpurnar töpuðu síðan með tveimur mörkum í seinni leik kvöldsins, 26-28, einnig gegn Haukum. Haukar voru skrefinu á undan í fyrri hálfleik og héldu eins til tveggja marka forystu

Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 9, Lara Zidek 9, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 4, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 1, Inga Sól Björnsdóttir 1, 

Varin skot: Henriette Östergaard 11 (32%), Lena Ósk Jónsdóttir 5 (50%)

Mörk Hauka: Berta Rut Harðardóttir 5, Berglind Benediktsdóttir 4, Karen Helga Díönudóttir 4, Þórhildur Braga Þórðardóttir 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Sara Odden 2, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Rakel Sigurðardóttir 2, Emilía Katrín Mathhíasdóttir 1, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1, Helena Ósk Kristjánsdóttir 1.

Varin skot: Tinna Húnbjörg 7 (39%), Karen Birna Aradóttir 1 (6%)

Á morgun klárast riðlakeppni Ragnarsmóts karla með leik Stjörnunnar og ÍBV kl 17:45. Stelpurnar taka síðan við kl 20:30 þegar Fjölnir/Fylkir og ÍR mætast. Allt í löðrandi beinni á SelfossTV.


Mynd: Úr leik Selfoss og Hauka í kvöld.
Umf. Selfoss / ÞRÁ