Selfoss semur við sex unga leikmenn

Knattspyrna - Samið við sex unga leikmenn
Knattspyrna - Samið við sex unga leikmenn

Knattspyrnudeild Selfoss hefur skrifaði undir samning við sex unga og efnilega leikmenn.

Þetta eru þeir Aron Einarsson, Stefán Þór Ágústsson, Jón Vignir Pétursson, Aron Fannar Birgisson, Valdimar Jóhannsson og Aron Darri Auðunsson. Allir skrifuðu þeir undir tveggja ára samning við félagið.

Það er mikið fagnaðarefni fyrir liðið að hafa þessa leikmenn í sínum röðum næstu árin og fylgjast með þeim vaxa og dafna innan sem utan vallar. Þetta eru metnaðarfullir og duglegir drengir sem eiga framtíðina fyrir sér í boltanum.

---

Leikmennirnir með tveggja metra millibili í stúkunni á Selfossvelli. Fyrir aftan eru Aron Fannar, Stefán Þór og Aron Darri og fyrir framan eru Jón Vignir, Valdimar og Aron Einarsson.
Ljósmynd: Umf. Selfoss