Selfoss strákarnir með bloggsíðu á Partille Cup

Partille world of handball
Partille world of handball

4. flokkur karla leggur af stað á morgun í keppnisferðalag til Gautaborgar þar sem Selfoss tekur þátt á Partille Cup. Partille Cup er stærsta handboltamót sem haldið er í heiminum og er Selfoss með tvö lið á mótinu,  eitt lið í 1997 árgangi og eitt lið í 1998 árgangi.

Búin hefur verið til sér bloggsíða fyrir ferðina þar sem allar upplýsingar komu koma fram. Reynt verður að uppfæra síðuna eins og unnt er meðan á móti stendur. Áhugasamir fylgjast endilega með.

Slóðin á síðuna er:
http://selfosspartille.wordpress.com/