Selfoss til Tékklands í fyrstu umferð Evrópubikarsins

Selfoss í Malmö
Selfoss í Malmö

Nú er það komið í ljós að Selfoss mun mæta tékkneska liðinu KH ISMM Koprivnice í fyrstu umferð Evrópubikarsins (EHF cup), en dregið var í fyrstu tvær umferðir keppninnar í dag í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg í Austurríki. Korivnice enduðu í fimmta sæti á síðasta tímabili í Tékklandi. 

Fyrri leikurinn verður spilaður í Tékklandi, aðra helgina í september og fer seinni leikurinn fram hér heima viku síðar.

Sigurvegarinn úr viðureignum Selfoss og KH ISMM Koprivnice mun mæta RK Jeruzalem Ormoz frá Slóveníu í 2. umferð en þeir lentu í fjórða sæti í sinni deild.