Selfoss U tapaði með tveimur mörkum gegn HK

Hannes Höskuldsson
Hannes Höskuldsson

Selfoss U tapaði fyrir HK með tveimur mörkum, 27-25, í Kórnum í fyrstu umferð Grill 66 deildarinnar.

Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar og var staðan 5-5 eftir um 8. mínútna leik. Selfyssingar leiddu með einu marki í hálfleik 12-13. Þeir héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og náðu tveggja marka forystu þegar skammt var liðið af seinni hálfleik. HK náði að jafna leikinn og eftir það skiptust liðin að halda forystu. HK voru sterkari aðilinn á lokamínútum leiksins og Selfyssingar gerðu sig seka um klaufaleg mistök sem gulltryggði sterku liðið HK tveggja marka sigur. Lokatölur 27-25.

Mörk Selfoss: Hannes Höskuldsson 5, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Arnór Logi Hákonarson 4, Vilhelm Freyr Steindórsson 4, Haukur Páll Hallgrímsson 2, Grímur Bjarndal Einarsson 2, Tryggvi Þórisson 2, Gunnar Flosi Grétarsson 1.

Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 7 (34%)

Næsti leikur hjá Selfoss U er gegn Fram U í Safamýrinni, laugardaginn eftir viku, kl 16:00. Endilega fylgist með á Facebook síðu Selfoss handbolta með nýjustu upplýsingar um liðin, leiktíma og sóttvarnarreglur.


Mynd: Hannes Höskuldsson var markahæstur með fimm mörk úr fimm skotum.
Umf. Selfoss / IHH