Selfyssingar hefja leik í Lengjubikarnum

Lengjubikarinn_logo
Lengjubikarinn_logo

Lengjubikarnum 2015 hefst í kvöld en fjölmargir leikir verða í A-deild karla um helgina. Selfyssingar, sem leika í riðli tvö í A-deild, hefja leik á morgun, laugardag 14. febrúar, þegar þeir mæta Gróttu kl. 14:00 í Reykjaneshöllinni. Liðin mættust einmitt á JÁVERK-vellinum um seinustu helgi í lokaleik Fótbolta.net mótsins og þá höfðu Selfyssingar sigur 5-3 í bráðfjörugum leik.

Tvö efstu félögin úr hverjum riðli, sem eru þrír, komast í átta liða úrslit ásamt þeim tveimur félögum sem verða með bestan árangur í þriðja sæti.  Keppni í A-deild kvenna hefst í lok mánaðarins og aðrar deildir hefjast í byrjun mars.

Stelpurnar okkar sækja Aftureldingu heim í A-riðli Faxaflóamótsins á morgun kl. 13:00 og fer leikurinn fram á N1-vellinum að Varmá.