Selfyssingar lyftu sér upp í þriðja sæti

Knattspyrna - Ingi Rafn Ingibergsson
Knattspyrna - Ingi Rafn Ingibergsson

Selfoss lyfti sér upp í þriðja sæti 2. deildar en liðið vann góðan 3-1 útisigur gegn Njarðvík í gær.

Selfyssingar skoruðu eina mark fyrri hálfleiks, það gerði Arnar Logi Sveinsson á 12. mínútu. Selfyssingar komust í 0-2 á 62. mínútu eftir frábæra skyndisókn. Þormar Elvarsson lagði þá boltann fyrir Inga Rafn Ingibergsson sem skoraði af öryggi. Njarðvíkingar minnkuðu muninn í 1-2 á 75. mínútu en Valdimar Jóhannsson innsiglaði svo 1-3 sigur Selfoss á 87. mínútu.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfyssingar hafa nú 19 stig í 3. sæti deildarinnar og taka á móti Kára á sunnudaginn kl. 14:00.