Selfyssingar sóttu stig suður með sjó

Knattspyrna - Ingi Rafn Ingibergsson
Knattspyrna - Ingi Rafn Ingibergsson

Selfyssingar eru í fjórða sæti Inkasso-deildarinnar eftir 2-2 jafntefli við Keflavík á útivelli í gær.

Markalaust var að loknum tíðindalitlum fyrri hálfleik en fjörið hófst þegar Ingi Rafn Ingibergsson kom Selfyssingum yfir á 50. mínútu en Keflvíkingar jöfnuðu tveimur mínútum síðar. Á 63. mínútu kom JC Mack Selfyssingum aftur yfir en aftur jöfnuðu Keflvíkingar þremur mínútum síðar. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Næsti leikur liðsins er bikarleikur gegn FH miðvikudaginn 31. maí klukkan 14:00 á Kaplakrikavelli.

---

Ingi Rafn skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð