Sex marka sigur fyrir norðan

Einar Sverrisson
Einar Sverrisson

Selfoss fór norður og sótti tvö góð stig gegn Þór Akureyri.  Selfoss unnu leikinn með sex mörkum, 21-27. 

Þórsarar byrjuðu leikinn betur en Selfoss jafnaði í stöðunni 5-5. Eftir það var leikurinn nokkuð jafn, en í stöðunni 10-10 sigu Selfyssingar framúr, staðan í hálfleik var 11-13, Selfyssingum í vil.

Selfyssingar voru svo betri aðilinn í seinni hálfleik og voru fljótlega komnir með sex marka forystu, 12-18. Þá forystu létu þeir vínrauðu aldrei af hendi og endaði leikurinn með nokkuð öruggum sigri, lokatölur 21-27.

Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 7, Ragnar Jóhannsson 6, Nökkvi Dan Elliðason 4, Atli Ævar Ingólfsson 4, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Tryggvi Þórisson 1, Hergeir Grímsson 1/1.

Varin skot: Vilius Rasimas 13/1 (39%).

Selfoss er því í 5. sæti með 22 stig. Næsti leikur er heimaleikur gegn Fram, næstkomandi sunnudag, kl. 14:00.


Mynd: Einar Sverrisson var markahæstur í dag með 7 mörk.
Umf. Selfoss / SÁ