Siggi Eyberg snýr aftur í Selfoss

Siggi Eyberg
Siggi Eyberg

Selfyssingar hafa endurheimt varnarmanninn Sigurður Eyberg Guðlaugsson eftir tveggja ára útlegð.

Síðastliðið sumar spilaði Siggi með Ægismönnum í 2. deildinni og sumarið 2013 lék hann með Hamri í 2. deild.

Undanfarnar vikur hefur Sigurður æft með Selfyssingum og spilað í Fótbolta.net mótinu.

Þessi 24 ára gamli Selfyssingur á að baki 91 deildar og bikarleik með Selfyssingum en hann hefur skorað tvö mörk í þeim.

Við bjóðum Sigga Eyberg hjartanlega velkominn aftur í raðir Selfyssinga.

---

Mynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð