Sigríður og Ingibjörg sæmdar silfurmerki

sund-adalfundur
sund-adalfundur

Aðalfundur sunddeildar Umf. Selfoss fór fram í gær, mánudaginn 27. febrúar. Á fundinum skautaði formaður deildarinnar yfir starf ársins. Einnig fór fram stjórnarkjör og veittar voru viðurkenningar bæði til iðkenda sem atorkusamra félagsmanna.

Starf deildarinnar er á uppleið og fer iðkendum fjölgandi. Fjárhagur er í góðu jafnvægi og hafa tekjur aukist nokkuð frá fyrri árum.

Guðmundur Pálsson var endurkjörinn formaður og Sigurður Torfi Sigurðarson var kjörinn gjaldkeri en Sigurbjörg Stefánsdóttir gjaldkeri síðustu ára gaf ekki kost á sér til endurkjörs og voru henni þökkuð vel unnin störf. Ægir Sigurðsson var endurkjörinn ritari og meðstjórnendur voru kjörnir Kallý Harðardóttir og Anna Guðrún Sigurðardóttir. Varamenn í stjórn eru Vilhelmína Smáradóttir og Hugrún Jóhannsdóttir.

Magnús Tryggvason þjálfari eldri flokka fór yfir áherslur deildarinnar á komandi ári og veitti viðurkenningar fyrir framfarir og ástundun. Hallgerður Höskuldsdóttir fékk viðurkenningu í yngri flokki og í eldri hópi fékk Sara Ægisdóttir viðurkenningu.

Að lokum veitti Guðmundur Kr. Jónsson, formaður Umf. Selfoss, þeim Ingibjörgu Elfu Laugdal og Sigríði Runólfsdóttur silfurmerki Umf. Selfoss fyrir vel unnin störf í þágu deildarinnar og félagsins til margra ára.

æs/gj

---

Frá vinstri eru Ingibjörg Elfa, Hallgerður, Sara og Sigríður.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson