Sigur á KA í 3. fl. karla

KA menn voru frekar erfiðir viðureignar að þessu sinni. Varnarleikur Selfoss sem hefur verið þeirra sterkasta hlið í vetur brást algjörlega í fyrri hálfleik en það má ekki taka það af KA að þeir spiluðu góðan sóknarleik. Hins vegar gekk sóknarleikur okkar stráka líka vel og því var staðan 17-17 í hléinu eftir að hvorugt liðið hafði náð að leiða með meira en 1 marki.

Í síðari hálfleik, eins og svo oft áður í vetur, þá náði Selfoss kafla í varnarleik og markvörslu sem gerði í raun út um leikinn. Þeir breyttu stöðunni úr 27-26 í 31-26 og þar við sat. Sá munur hélst til loka leiksins. Erfiður en mikilvægur sigur gegn spræku liði KA.

Þrátt fyrir að ýmislegt hefði mátt betur fara í leik liðsins þá var það engu að síður sigurinn sem stendur upp úr. Liðið spilaði bara sinn leik og fann taktinn þegar leið á leikinn og það var það sem skipti máli þegar upp var staðið. Næsti leikur liðsins er á miðvikudaginn kl. 21:00 gegn liði Stjörnunnar.

Áfram Selfoss