Sigur gegn Íslandsmeisturunum

Handbolti - Katrín Magnúsdóttir
Handbolti - Katrín Magnúsdóttir

Selfoss lagði Íslandsmeistara Fram á þriðjudagskvöldið s.l. með einu marki, 24-25.

Fram skoruðu þrjú fyrstu mörkin en Selfyssingar gerðu áhlaup og var staðan orðin 6-10 eftir um 17. mínútna leik. Selfoss hafði tveggja marka forskot í hálfleik, 11-13. Fram jafnaði 13-13 strax í seinni hálfleik en stelpurnar gáfu ekkert eftir og juku forskotið aftur. Fram náði aftur að jafna í 19-19 en þá kom frábær kafli hjá Selfoss og náðu stelpurnar fjögurra marka forskoti, 20-24. Stelpurnar náðu að gera leikinn óþarflega spennandi undir lokin en sigruðu að lokum, 24-25.

Hrafnhildur Hanna og Katrín Ósk voru frábærar í leiknum, Hanna var með 13 mörk og þar af aðeins eitt af vítalínunni. Katrín varði 21 skot og þar af 2 vítaköst og var með 46% markvörslu.

Selfoss hefur nú 3 stig í 7. sæti deildarinnar eftir 8 umferðir. Næsti leikur hjá stelpunum er gegn.....

Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 13/1, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Sarah Boye Sörensen 3, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 2, Ída Bjarklind Magnúsdóttir.

Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 21/2 (46%).

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is og Vísir.is. Leikskýrslu má sjá hér.
____________________________________

Mynd: Katrín Ósk var frábær í leiknum og varði 21 skot.

Umf. Selfoss / JÁE