Sigur í fyrri leiknum í Garðabæ

Ísak Gústafsson Des 2020
Ísak Gústafsson Des 2020

Selfyssingar héldu upp á 85 ára afmæli Ungmennafélagsins með því að hefja leik í úrslitakeppni Olísdeildar karla í kvöld.  Þetta var fyrri leikur af tveim gegn Stjörnunni og endaði með tveggja marka sigri Selfyssinga, 24-26.

Ljóst var frá fyrstu mínútu að hart yrði barist í þessum leik, tvö lið tilbúin í úrslitakeppni.  Góðar varnir og lítið skorað í upphafi.  Jafnt var á flestum tölum þar til nokkrar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þegar Selfyssingar tóku leikinn til sín og komust þrem mörkum yfir áður en Stjarnan minnkar muninn fyrir hálfleik í tvö mörk, 10-12.  Meiri hraði var í upphafi síðari hálfleiks og héldu Selfyssingar frumkvæðinu í leiknum og komu muninum í þrjú til fögur mörk.  Stjörnumenn tóku áhlaup og náðu að jafna leikinn í 24-24 þegar þrjár mínútur áttu eftir af leiknum.  Selfyssingar skoruðu svo tvö síðustu mörkin í kvöld og lönduðu sigri, 24-26.

Mörk Selfoss: Ísak Gústafsson 7, Hergeir Grímsson 6/1, Einar Sverrisson 5/1, Atli Ævar Ingólfsson 3, Alexander Már Egan 2, Ragnar Jóhannsson 1, Nökkvi Dan Elliðason 1 og Gunnar Flosi Grétarsson 1.

Varin skot: Vilius Rasimas 15/1 (38%).

Seinni leikurinn verður spilaður í Hleðsluhöllinni á föstudaginn kl 18.00 og er samanlögð markatala úr leikjunum tveimur sem ráða úrslitum. Við hvetjum fólk vitanlega til að fylla stúkuna og taka þátt í stemmningunni


Mynd: Ísak Gústafsson fór mikinn í kvöld og skoraði 7 mörk í 8 skotum.
Umf. Selfoss / ÁÞG