Sigur í Skógarselinu

Leikmenn þakka áhorfendum sem fjölmenntu á leikinn
Leikmenn þakka áhorfendum sem fjölmenntu á leikinn

Strákarnir unnu góðan sigur gegn ÍR í kvöld, 35-26. Var þetta í fyrsta sinn sem strákarnir mæta í nýtt íþróttahús þeirra ÍR-inga í Skógarseli. Gaman að sjá svona metnaðarfullt hús byggt.

Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og eftir 10 mínútna leik var staðan 6-8 fyrir okkar stráka. Héldu þeir frumkvæðinu næstu mínútur en ÍR-ingar voru aldrei langt undan. Eftir 20 mínútna leik var staðan 10-11. Þá náðu okkar strákar góðu áhlaupi og juku forystuna á 4 mörk fyrir hálfleik, staðan 13-17 þegar liðin gengu til búningsherbergja að ráða sínum ráðum.

Selfyssingar komu endurnærðir inn úr hálfleik og skoruðu fyrstu 4 mörk seinni hálfleiks. Á 35 mínútu tóku ÍR-ingar leikhlé en staðan var þá orðin 14-22. Héldu okkar strákar góðum takti eftir það og var sigurinn aldrei í hættu. Mestur varð munurinn þrettán mörk en leikurinn endaði 26-35 eins og áður sagði.

Strákarnir eru þá komnir með 9 stig og sitja í 4 sæti jafnir Fram og Aftureldingu að stigum sem sitja í 2 og 3 sæti deildarinnar. Næsti leikur Selfoss í Olísdeild karla verður gegn Val í Origo höllinni á mánudag eftir rúma viku, 7. nóvember klukkan 19:30. Fjölmennum og styðjum við okkar lið.

Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 7, Ísak Gústafsson 6, Einar Sverrisson 5, Richard Sæþór Sigurðsson 4, Guðjón Baldur Ómarsson 3, Hannes Höskuldsson 3, Tryggvi Sigurberg 2, Sverrir Pálsson 2, Karolis Stropus 2 og Guðmundur Hólmar Helgason 1.

Varin skot: Vilius Rasimas 14 (45%), Jón Þórarinn Þorsteinsson 3 (25%).

Finna má tölfræðiskýrslu HB Statz hér: https://hbstatz.is/OlisDeildKarlaLiveReport1.php?ID=11464

Frétt sunnlenska.is um leikinn er hér en við bendum sérstaklega á frábæra fyrirsögn fréttarinnar: https://www.sunnlenska.is/ithrottir/selfoss-irosa-studi/

Hér má nálgast umfjöllun Vísis um leikinn: https://www.visir.is/g/20222331299d/leik-lokid-ir-selfoss-26-35-selfyssingar-stodvudu-sigurgongu-ir-i-skogarselinu

Viðtal Vísis við Þóri þjálfara má svo nálgast hér: https://www.visir.is/g/20222331965d/-varnarleikurinn-leggur-grunninn-ad-thessu-

Frétt handbolta.is um leikinn er hér: https://www.handbolti.is/selfyssingar-foru-med-stigin-ur-skogarseli-rasimas-frabaer/