Silfur og brons á fyrsta degi Íslandsmóts unglinga

IMG_4361
IMG_4361

Íslandsmót unglinga í hópfimleikum hófst í kvöld með keppni í tveimur flokkum.  Keppt var í eldri flokki drengja og 1.flokki stúlkna.  Selfyssingar áttu eitt lið í hvorum flokki.  Strákarnir stóðu sig mjög vel og nældu sér í silfurverðlaun með bætingu uppá 3 heila frá haustmóti.   Það voru Stjörnustrákar sem sigruðu flokkinn og Stjarnan átti líka bronsliðið í flokknum.  Í 1.flokki kvenna var spennandi keppni sex liða frá jafnmörgum félögum en lið Selfyssinga samsett úr fjórum flokkum í félaginu nældu sér í bronsið.  Stúlkurnar sem eru á aldrinum 13 - 16 ára sýndu góð tilþrif á köflum en trampólínið var eitthvað að stríða þeim.  Stelpurnar voru margar að keyra ný stökk og verða því reynslunni ríkari eftir mótið. enda ungar og efnilegar stúlkur hér á ferð.  Lið Stjörnunnar í Garðabæ sigraði einnig þennan flokk og lið Gerplu varð í 2. sæti.  Á morgun verður keppt í 4. og 3. flokki og eiga Selfyssingar 6 lið sem keppa í þessum flokkum á morgun.  Hægt er að fylgjast með einkunnagjöf inná score.sporteventsystems.se

 

Selfossstúlkur í 1.flokki.

Selfossdrengir ásamt þjálfurum Margréti Lúðvigsdóttur og Mads Pind.