Skráning hafin í íþróttaskóla barnanna

Íþróttaskóli auglýsing haust 2020
Íþróttaskóli auglýsing haust 2020

Íþróttaskóli fimleikadeildar Selfoss hefst sunnudaginn 13. september nk. Íþróttaskólinn er fyrir börn fædd 2015 - 2020. Um er að ræða tólf skipta námskeið sem fer fram í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla. Skráning í íþróttaskólann fer fram í gegnum Nóra á slóðinni selfoss.felog.is.

Kennarar í íþróttakólanum eru Berglind Elíasdóttir íþróttafræðingur og Unnur Þórisdóttir sjúkraþjálfaranemi.

Frekari upplýsingar um íþróttaskólann má nálgast með því að senda póst á fimleikar@umfs.is.