Skrifað undir samninga við níu unga leikmenn og tvo eldri

undirskrift_jan
undirskrift_jan

Á mánudaginn skrifaði knattspyrnudeild Selfoss undir samninga við níu unga leikmenn og tvo eldri. Allir ungu strákarnir eru uppaldir hjá félaginu. Af þeim gerðu Sindri Pálmason, Vigfús Blær Ingason og Gunnar Hallgrímsson sína fyrstu samninga við félagið. Svavar Berg Jóhannsson, Ingvi Rafn Óskarsson, Markús Árni Vernharðsson, Sindri Rúnarsson, Þorsteinn Daníel Þorsteinsson og Magnús Ingi Sveinsson endurnýjuðu samninga sína. Allir samningarnir við ungu strákana eru til ársins 2015. Eldri leikmennirnir eru þeir Andy Pew og Ingi Rafn Ingibergsson. Andy lék með liði Selfoss árin 2006 og 2007 en hélt að því loknu til Englands. Hann kom svo aftur til Íslands og lék m.a. með Árborg og nú síðast með Hamri í 2. deild 2012. Ingi Rafn endurnýjaði samning sinn við Selfoss en hann var lánaður til Ægis sl. sumar. Ingi Rafn lék með Selfossi til 2005 er hann skipti yfir í ÍBV. Þar var hann fjögur tímabil en kom svo aftur yfir í Selfoss. Bæði Andy og Ingi Rafn gerðu samning út 2013.

ÖG