Stelpurnar áfram í Coca-cola bikarnum

Perla Ruth Albertsdóttir
Perla Ruth Albertsdóttir

Á föstudaginn heimsótti meistaraflokkur kvenna Fjölni í Dalhús, Grafarvogi.  Fjölnir leikur í næstefstu deild þar sem liðið hefur átt erfitt uppdráttar.

Bæði lið fóru frekar varlega af stað og var leikurinn í jafnvægi og nokkuð jafn fram í miðjan fyrri hálfleik.  Þá þéttu stelpurnar okkar varnarleikinn og juku á hraðann.  Fyrir bragðið komu hraðaupphlaupsmörkin og örugg forusta í hálfleik staðreynd, 12-19.  Í seinni hálfleik féll Selfoss liðið aðeins í þá gryfju að verja forskotið, þá var varnarleikurinn of opinn og skoruðu mótherjarnir fullauðveld mörk á þeim tíma.  Örn breytti þá um vörn og lagaðist baráttan verulega og Fjölnir átti í erfiðleikum sóknarlega. Margar af ungu stelpunum okkar fengu tækifæri í seinni hálfleik og sáu þær um að sigla sigrinum í höfn, 28-33 og Selfoss komið áfram í Coca-cola bikarnum!

Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 8, Kristrún Steinþórsdóttir 5, Harpa Brynjarsdóttir 5, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 4/1, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 4, Elín Krista Sigurðardóttir 2, Hulda Dís Þrastardóttir 1, Katla María Magnúsdóttir 1, Sigríður Lilja Sigurðardóttir 1, Sarah Boye 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1

Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 15 (44%) og Áslaug Ýr Bragadóttir 2 (18%).

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is. Leikskýrslu má sjá hér.
____________________________________

Mynd: Perla Ruth var markahæst í kvöld með átta mörk.

Umf. Selfoss / JÁE