Stelpurnar hefja leik í Lengjubikar

Lengjubikarinn_logo
Lengjubikarinn_logo

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu hefja leik í Lengjubikarnum þegar þær mæta norðankonum í Þór/KA í Akraneshöllinni á morgun, laugardag, klukkan 16:00.

Um seinustu helgi léku strákarnir annan leik sinn í keppninni þegar þeir töpuðu 3-1 fyrir Pepsi-liði Víkings. Það var Andy Pew sem minnkaði muninn fyrir Selfyssinga þegar skammt lifði leiks. Næsti leikur strákanna er gegn Fjölni í Egilshöll sunnudaginn 8. mars kl. 17:00.