Stelpurnar lágu í fyrsta leik

knattspyrna-kristrun-rut-antonsdottir
knattspyrna-kristrun-rut-antonsdottir

Stelpurnar okkar voru fjarri sínu besta þegar þær hófu leik í 1. deildinni á laugardag. Þær tóku á móti Þrótti sem bar sigur úr bítum 1-2 eftir hörkukleik.

Selfyssingar voru mun sterkari undan stífum vindi í fyrri hálfleik en áttu í erfiðleikum með að hemja boltann á seinasta þriðiungi vallarins. Staðan var markalaus í hálfleik en gestirnir komust betur inn í leikinn í síðari hálfleik og uppskáru mark á 70. mínútu. Þá stigu okkar stelpur upp og Kristrún Rut Antonsdóttir jafnaði á 81. mínútu. Liðið stefndi á sigur en uggði ekki að sér á lokamínútu leiksins þegar Þróttarar skoruðu sigurmarkið eftir snögga sókn.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Það býr mun meira í liðinu sem sýnir sig á föstudag, þegar liðið sækir Víkingstúlkur heim í Ólafsvík kl. 19:15.

---

Kristrún Rut skoraði mark Selfyssinga.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Einar Ásgeirsson