Stelpurnar stóðu í Stjörnunni

Knattspyrna - Unnur Dóra Bergsdóttir
Knattspyrna - Unnur Dóra Bergsdóttir

Selfyssingar sóttu Stjörnuna heim í Pepsi-deildinni í gær og úr varð hörkuleikur þar sem Stjarnan tryggði sér sigurinn í uppbótartíma.

Stjarnan leiddi með tveimur mörkum gegn engu í hálfleik. Unnur Dóra Bergsdóttir hleypti mikilli spennu í leikinn þegar hún minnkað muninn fyrir Selfoss á 81. mínútu, en þegar komið var fram í uppbótartíma tryggði markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir Stjörnunni sigur.

Þetta var fysta mark Unnar Dóru í meistaraflokki en hún er einungis 16 ára gömul og var að spila sinn fimmta leik fyrir Selfoss.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Myndaveisla úr leiknum er á vef Fótbolta.net.

Þrátt fyrir tapið lyftist liðið upp um sæti en er sem fyrr með 10 stig í deildinni. Næsti leikur er gegn botnliði ÍA miðvikudaginn 17. ágúst klukkan 18:30.

---

Unnur Dóra með boltann í leik með Selfoss.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Tomasz Kolodziejski