Stig á heimavelli hjá stelpunum

Knattspyrna - Eva Núra Abrahamsdóttir II
Knattspyrna - Eva Núra Abrahamsdóttir II

Selfoss náði í stig á heimavelli í gegn Þór/KA í Pepsi Max deildinni í gær en liðin gerðu 1:1 jafntefli.

Gestirnir voru fyrri til að skora með glæsilegu skoti á 34. mínútu, staðan 0-1 í hálfleik. Selfossliðið mætti ákveðið til leiks í seinni hálfleik og það skilaði árangri tíu mínútum fyrir leikslok þegar Eva Núra Abrahamsdóttir skoraði með glæsilegu skoti úr vítateignum eftir sendingu frá Barbáru Sól Gísladóttur. Selfyssingum tókst ekki að finna sigurmarkið þrátt fyrir ágætar tilraunir og niðurstaðan 1-1 jafntefli.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Næsti leikur liðsins er gegn Breiðabliki í Kópavogi á laugardag.

---

Eva Núra skoraði mark Selfyssinga.

Ljósmynd: Mbl.is/Þórir Tryggvason