Stóri Foreldrafundurinn

25.október hélt knattspyrnudeildin árlega foreldrafund sinn þar sem starf deildarinnar var kynnt, farið yfir verkefni komandi árs ásamt því að skipað var í foreldraráð hvers flokks.

Sú nýbreytni var í ár að við fengum heimsókn á fundinn þar sem Viðar Halldórsson, prófessor við Háskóla Íslands og mikill íþróttaáhugamaður, kom og fræddi foreldra, forráðamenn og þjálfara um mikilvægi íþrótta hjá börnum og unglingum ásamt því að sýna fram á hversu merkilegt Íslenska íþróttamódelið er í alþjóðlegu samhengi. M.v. fyrirlestra Viðars hér heima og erlendis er íþróttahreyfingin á Íslandi að vinna mjög gott starf og í raun svo gott að tekið er eftir því í hinum stóra heimi. 

Fundurinn var haldinn í FSU að þessu sinni og komust færri að en vildu og telst starfsfólki deildarinnar til að u.þ.b. 450manns hafi verið á svæðinu.

Við förum spennt inn í veturinn með nýjum foreldraráðum og öflugum þjálfurum!