Stuðningsmenn Selfoss með hópferð til Vestmannaeyja

Hópferð verður frá Selfossi á leik ÍBV og Selfoss í Pepsi deld karla sunnudaginn 22. júlí. Lagt verður af stað kl. 11:00 frá Tíbrá. Siglt verður með Herjólfi frá Landeyjahöfn og hitað upp fyrir leikinn í Eyjum. Síðan skemmtir fólk sér vel á vellinum. Siglt verður til baka kl. 20:30 um kvöldið.

Panta þarf fyrir kl. 20:00 á föstudaginn og staðfesta. Verð er kr. 4.000 á fullorðna, 2.000 kr. fyrir 12-15 ára og 1.000 kr. fyrir yngri en 12 ára. Sérstakur afsláttur er fyrir fjölskyldur með fleiri en tvö börn.

Pantanir eru hjá Gissuri í síma 894-5070 eða Hafþóri í síma 697-4391. Einnig er hægt að senda tölvupóst á gissurj@simnet.is